Umferð um Réttarholtsveg aukist um 10%

Hugsanlega verður vinstri beygju af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut lokað í vor og lokið við mótvægisaðgerðir á Réttarholtsvegi í lok ársins, að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir ennfremur, að talið sé að lokun vinstri beygjunnar auki umferðina um Réttarholtsveg frá Bústaðavegi um að minnsta kosti 10%.

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2008 er gert ráð fyrir framkvæmdum við að loka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut og fara í mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg.

Þorleifur segir að mótvægisaðgerðirnar feli í sér að gangandi umferð verði í göngum undir Réttarholtsveginum á móts við Réttarholtsskólann en eins sé í athugun að setja bílaumferðina í stokk og gangbrautir fyrir ofan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert