Úrskurðaðir í farbann

mbl.is/Júlíus

Fimm karl­menn hafa verið úr­sk­urðaðir í far­bann til 1. fe­brú­ar en hinir sömu sátu í gæslu­v­arðhaldi í eina viku. Menn­irn­ir, sem eru á aldr­in­um 19-25 ára  réðust að lög­reglu­mönn­um við skyldu­störf aðfaranótt föstu­dags­ins 11. janú­ar. Þrír þeirra voru hand­tekn­ir á vett­vangi en tveir á heim­ili sínu í Reykja­vík, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

„Það var við hefðbundið fíkni­efna­eft­ir­lit sem var veist að lög­reglu­mönn­un­um en þeir voru að sinna máli sem var árás­ar­mönn­un­um óviðkom­andi með öllu. Eft­ir átök á vett­vangi þurftu fjór­ir lög­reglu­menn að leita sér aðhlynn­ing­ar á slysa­deild en tveir þeirra voru flutt­ir þangað með sjúkra­bíl en hinir voru með minni áverka. Þrír voru út­skrifaðir eft­ir skoðun en þeim fjórða var haldið þar mun leng­ur en sá er enn frá vinnu," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert