Hálka er víða á suðurlandi. Á Sandskeiði, í Þrengslum og á Hellisheiði er
hálka og éljagangur.
Á Vesturlandi er víða snjóþekja, hálka og éljagangur. Hálka er á
Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja er á
Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Eyrarfjalli. Þungfært er á Hálfdán og
Kleifaheiði en snjómokstur stendur yfir.
Á Norðurlandi er hálka víðast hvar. Hálka er á Öxnadalsheiði.
Á Austurlandi er hálka og snjókoma. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.
Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.