Kolbrún Halldórsdóttir hefur sent Félagi um foreldrajafnrétti svarbréf þar sem hún biðst afsökunar á að hafa sært félagsmenn með ummælum sínum um félagið á þingi í fyrradag.
Hún segir það rangt að hún hafi það helst gegn frumvarpinu að félagið fái fulltrúa í Jafnréttisráði og að sannfæring sín fyrir því að RIKK eigi að fá fulltrúa í ráðinu hafi ráðið málflutningi sínum.