Björn Ingi úr Framsóknarflokki?

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.

Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist varla treysta sér til að vinna áfram við þær aðstæður sem ríki inn­an flokks­ins. Hann sagði í frétt­um Sjón­varps­ins, að inn­an­flokkserj­urn­ar séu orðnar svo þreyt­andi að hann þurfi að íhuga hvort það sé þess virði að starfa áfram und­ir merkj­um flokks­ins.

Björn Ingi sagði, að marg­ir fram­sókn­ar­menn hefðu sagt skilið við flokk­inn vegna óþolandi deilna. Hann sagðist ekki hafa haft geð í sér til að ræða við Guðjón Ólaf Jóns­son um bréf, sem hann sendi fram­sókn­ar­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert