Björn Ingi úr Framsóknarflokki?

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segist varla treysta sér til að vinna áfram við þær aðstæður sem ríki innan flokksins. Hann sagði í fréttum Sjónvarpsins, að innanflokkserjurnar séu orðnar svo þreytandi að hann þurfi að íhuga hvort það sé þess virði að starfa áfram undir merkjum flokksins.

Björn Ingi sagði, að margir framsóknarmenn hefðu sagt skilið við flokkinn vegna óþolandi deilna. Hann sagðist ekki hafa haft geð í sér til að ræða við Guðjón Ólaf Jónsson um bréf, sem hann sendi framsóknarmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert