Einn Íslendingur verður á Srí Lanka fram í febrúar

Urður Gunnarsdóttir, nýr upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisis, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á …
Urður Gunnarsdóttir, nýr upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisis, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í gær. Árvakur/Kristinn

Fundað var með íslensku friðargæsluliðunum, sem eru nýkomnir heim frá Srí Lanka eftir uppsögn vopnahléssamninga á milli stjórnvalda og samtaka Tamíl-Tígra, í utanríkisráðuneytinu í gærmorgun.

Allir Íslendingar nema einn, Jónas Gunnar Allansson, hafa verið kallaðir heim og eru annaðhvort komnir eða á leiðinni, en undanfarið hafa níu Íslendingar og 22 Norðmenn verið þar við eftirlitsstörf.

Jónas Gunnar verður áfram í höfuðstöðvum samnorrænu eftirlitssveitanna, SLMM, í höfuðborginni Colombo ásamt tíu Norðmönnum við lokafrágang sem á að ljúka núna fyrir lok febrúar. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær.

Varfærni gætir nú í yfirlýsingum utanríkisráðuneytisins við fjölmiðla og munu friðargæsluliðarnir ekki tjá sig um ástandið á Srí Lanka að sinni, eða þar til allir starfsmenn SLMM verða farnir þaðan, af ótta við að hafa bein áhrif á ástandið þar.

Að sögn Ingibjargar er verið að ganga frá eignum, gögnum og skjölum SLMM í Colombo, og fara yfir mál þarlends fólks sem hefur starfað fyrir Norðmenn og Íslendinga. Hafa aðstæður hvers og eins verið skoðaðar og litið til þess hvort hægt sé að finna fólkinu önnur störf, jafnvel hjá alþjóðastofnunum.

Starfsfólk ekki almennt í hættu

Norrænu sveitirnar hafa verið gagnrýndar harðlega úr báðum áttum á Srí Lanka og m.a. fengið kaldar kveðjur frá talsmanni stjórnarhersins, sem segir þær gagnslausar. Aðspurð sagði ráðherra mismunandi eftir einstaklingum hvort þeir sem hefðu starfað fyrir SLMM væru nú í hættu staddir.

„Það er sjálfsagt mjög mismunandi eftir því hvaða störfum þeir hafa gegnt. Ekki er hægt að segja að það fólk sé almennt í hættu. En það getur vel verið í einhverjum tilvikum og það er verið að fara yfir það,“ sagði hún.

Ljóst er að með þessari breytingu losnar nokkuð um hjá íslensku friðargæslunni, enda var næststærsta verkefni hennar á Srí Lanka. Um framhaldið sagði ráðherra að farið skyldi yfir stöðu hvers og eins. Sumir starfsmenn voru með samning sem var að klárast, aðrir eiga lengri tíma eftir af sínum starfstíma. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert