Einn Íslendingur verður á Srí Lanka fram í febrúar

Urður Gunnarsdóttir, nýr upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisis, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á …
Urður Gunnarsdóttir, nýr upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisis, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í gær. Árvakur/Kristinn

Fundað var með ís­lensku friðargæsluliðunum, sem eru ný­komn­ir heim frá Srí Lanka eft­ir upp­sögn vopna­hlés­samn­inga á milli stjórn­valda og sam­taka Tamíl-Tígra, í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í gær­morg­un.

All­ir Íslend­ing­ar nema einn, Jón­as Gunn­ar All­ans­son, hafa verið kallaðir heim og eru annaðhvort komn­ir eða á leiðinni, en und­an­farið hafa níu Íslend­ing­ar og 22 Norðmenn verið þar við eft­ir­lits­störf.

Jón­as Gunn­ar verður áfram í höfuðstöðvum samn­or­rænu eft­ir­lits­sveit­anna, SLMM, í höfuðborg­inni Colom­bo ásamt tíu Norðmönn­um við lokafrá­gang sem á að ljúka núna fyr­ir lok fe­brú­ar. Þetta kom fram í máli Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra á blaðamanna­fundi í gær.

Var­færni gæt­ir nú í yf­ir­lýs­ing­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fjöl­miðla og munu friðargæsluliðarn­ir ekki tjá sig um ástandið á Srí Lanka að sinni, eða þar til all­ir starfs­menn SLMM verða farn­ir þaðan, af ótta við að hafa bein áhrif á ástandið þar.

Að sögn Ingi­bjarg­ar er verið að ganga frá eign­um, gögn­um og skjöl­um SLMM í Colom­bo, og fara yfir mál þarlends fólks sem hef­ur starfað fyr­ir Norðmenn og Íslend­inga. Hafa aðstæður hvers og eins verið skoðaðar og litið til þess hvort hægt sé að finna fólk­inu önn­ur störf, jafn­vel hjá alþjóðastofn­un­um.

Starfs­fólk ekki al­mennt í hættu

Nor­rænu sveit­irn­ar hafa verið gagn­rýnd­ar harðlega úr báðum átt­um á Srí Lanka og m.a. fengið kald­ar kveðjur frá tals­manni stjórn­ar­hers­ins, sem seg­ir þær gagns­laus­ar. Aðspurð sagði ráðherra mis­mun­andi eft­ir ein­stak­ling­um hvort þeir sem hefðu starfað fyr­ir SLMM væru nú í hættu stadd­ir.

„Það er sjálfsagt mjög mis­mun­andi eft­ir því hvaða störf­um þeir hafa gegnt. Ekki er hægt að segja að það fólk sé al­mennt í hættu. En það get­ur vel verið í ein­hverj­um til­vik­um og það er verið að fara yfir það,“ sagði hún.

Ljóst er að með þess­ari breyt­ingu losn­ar nokkuð um hjá ís­lensku friðargæsl­unni, enda var næst­stærsta verk­efni henn­ar á Srí Lanka. Um fram­haldið sagði ráðherra að farið skyldi yfir stöðu hvers og eins. Sum­ir starfs­menn voru með samn­ing sem var að klár­ast, aðrir eiga lengri tíma eft­ir af sín­um starfs­tíma. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka