Fastir í blindhríð

Aðstoða þurfti ökumenn nokkurra bifreiða á Melrakkasléttu aðfaranótt laugardags, eftir mikinn skafrenning á vegunum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík þurfti að aðstoða ökumenn á leiðinni til Raufarhafnar og Þórshafnar sem urðu strandaglópar í ófærðinni og voru nokkrir bílar skildir eftir á vegunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert