„Við leggjum höfuðáherslu á að Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð meðal barna og unglinga í borginni varðandi þátttöku í skipulögðu félags-, menningar, og íþróttastarfi," segir Sólveig Valgeirsdóttir, verkefnastjóri Frístundakorts hjá ÍTR. Nýtt tímabil kortsins er nú hafið og mun upphæðin tvöfaldast og nemur nú 25.000 krónum á barn.