Ruth Heilmann, þingmaður Siumut, var í gær kjörin formaður grænlenska Landsþingsins og er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Jonathan Motzfeldt sagði í vikunni af sér sem þingformaður eftir að kona, sem starfar á skrifstofu þingsins, sakaði hann um kynferðislega árás. Motzfeldt hefur vísað ásökununum á bug.
Heilmann er 62 ára. Hún hefur m.a. verið bæjarstjóri í Maniitsoq en frá 1995 hefur hún setið á Landsþinginu og m.a. gegnt embætti menntamálaráðherra og félags- og heilbrigðisráðherra.