Hálka er um allt land og víða éljagangur. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði á Austurlandi og Lágheiði á Norðurlandi. Þá er þæfingur og vetrarfærð víða á heiðum. Þá er búist við stormi á Norðausturlandi í nótt.
Búist er við vestlægri átt næsta sólarhringinn, 8-15 m/s og éljum, en léttskýjað verður suðaustantil. Vaxandi norðvestanátt í kvöld, 15-23 og snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi í nótt, hvassast austast. Annars hægari og yfirleitt bjartviðri.
Norðvestan 10-15 og él norðaustantil undir hádegi , en annars hægari og léttskýjað. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins.