Snjóbolti á Selfossi

Selfyssingar moka gervigrasvöllinn.
Selfyssingar moka gervigrasvöllinn. mynd/Guðmundur Karl

Undanfarna daga hefur verið hnédjúpur snjór yfir gervigrasvellinum á Selfossi og æfingar fallið niður. Þar sem ekki er leyfilegt að fara með snjóruðningstæki inn á gervigrasið boðuðu nokkrir knattspyrnuunnendur til handmoksturs í dag.

Um fimmtíu manns mættu með snjómokstursáhöld og mokuðu fjórðung vallarins. Á fjórða hundrað manns æfa knattspyrnu á Selfossi og hafa nánast allar æfingar legið niðri í vikunni þar sem hitakerfi vallarins hefur ekkert náð að vinna á fannfergi síðustu daga.

Með því að moka af vellinum er hægt að flýta fyrir snjóbræðslunni sem er í fullum gangi undir snjóbreiðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert