Fasteignamat í fyrsta sinn hærra en brunabótamat

Fasteignamat húsa og lóða er nú í fyrsta sinn hærra en brunabótamat frá því Fasteignamat ríkisins hóf að gera brunabótamat fasteigna.

Samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var heildarfasteignamat á landinu öllu 4.065 milljarðar kr. Þar af var húsmat 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat hækkaði samtals um 18,5% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna var 3.876 milljarðar og hafði hækkað um 9,5% frá fyrra ári.

Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, sagði þessar tölur endurspegla öra verðþróun fasteigna og lands hér á landi undanfarin ár. Dregið hefði saman með fasteignamati og brunabótamati undanfarin ár. Ástæðan væri sú að verð fasteigna hefði hækkað hraðar en byggingarkostnaður um nokkurra ára skeið. Þá hefði verð á landi og lóðum einnig hækkað mikið.

Fasteignamat eignar endurspeglar gangverð hennar en brunabótamatið á að endurspegla endurbyggingarkostnað eignar eftir bruna, að teknu tilliti til ákveðinna afskrifta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert