Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum

„Ég tek und­ir það að það þarf að auka gæðaeft­ir­lit og gæðakröf­ur í skól­un­um,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra um þá niður­stöðu stjórn­sýslu­út­tekt­ar Rík­is­end­ur­skoðunar á Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga og grunn­skól­un­um, að gæðaeft­ir­liti sé ábóta­vant í skól­un­um.

„Það er al­veg ljóst og ég hef sagt það að mik­il­væg­asta hlut­verkið núna í ráðuneyt­inu er gæðaeft­ir­litið og það á að auka það á öll­um stig­um. Það höf­um við verið að gera á rann­sókn­arstig­inu og á fram­halds­skóla­stig­inu og þurf­um að gera það á grunn­skóla­stig­inu.

Á þessu er ein­mitt meðal ann­ars verið að taka í nýj­um frum­vörp­um sem eru til meðferðar í þing­inu, í grunn­skóla­frum­varp­inu og fram­halds­skóla­frum­varp­inu. Þetta er al­veg í takt við það sem ég hef verið að segja.

Við erum að fjár­festa mjög mikið í kerf­inu. Bæði sveit­ar­fé­lög­in og ríkið og all­ir sem koma að skóla­kerf­inu hafa mik­inn metnað til að fá sem mest út úr því þannig að við verðum á meðal fremstu þjóða í heimi varðandi mennt­un, ný­sköp­un og þekk­ingu. Þá þurf­um við að hafa og koma upp öfl­ugu eft­ir­lit­s­kerfi og það er hægt að gera með marg­vís­leg­um hætti.“

Ekk­ert ferli fyr­ir hendi til að grípa inn í

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert