Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Golli

Dag­ur B. Eggerts­son, frá­far­andi borg­ar­stjóri, sagði við frétta­menn í Ráðhús­inu nú und­ir kvöld, að Ólaf­ur F. Magnús­son hefði til­kynnt sér það 20 mín­út­um fyr­ir 7 í kvöld að hann væri bú­inn að mynda nýj­an meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Dag­ur sagði að hann ætti því ekki að venj­ast, að fólk,  sem hann ætti í dags­leg­um sam­skipt­um við og reyndi að styðja og hann þæði stuðning af, segi hon­um ekki satt og geri eitt­hvað sem sé óút­skýr­an­legt út frá fyrri sam­skipt­um.

Hann sagði að þeir Ólaf­ur hefðu verið í síma­sam­bandi sex sinn­um í dag þar sem Ólaf­ur hefði sagt sér að sjálf­stæðis­menn hefðu boðið hon­um gull og græna skóga og þar á meðal borg­ar­stjóra­stól­inn, sem þeir hefðu hlegið að sam­an. Ólaf­ur hefði síðan sagt sér, að hann þyldi ekki ann­an svona dag og ætlaði að til­kynna sjálf­stæðismönn­um í eitt skipti fyr­ir öll að þetta gengi ekki og koma síðan á meiri­hluta­fund. Hann hefði hins veg­ar ekki mætt þangað.

Svandís Svavars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG, sagði að hún teldi að meiri­hluta­sam­starf stæði og félli á heil­ind­um og trausti. Það væri dap­ur­legt að sam­starf fjög­urra flokka í borg­ar­stjórn skuli nú enda með óheil­ind­um eins og þess­um.

Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks, sagði að sú lausung, sem væri að verða með reglu­bundn­um hætti í borg­ar­mál­um, væri ekki til þess fall­in að skapa traust á stjórn­mál­um.

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi F-lista, sagði að hún ætlaði að sitja áfram sem varamaður Ólafs þótt hún styddi ekki nýja meiri­hlut­ann. Hún væri óháður borg­ar­full­trúi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert