Lögreglan á Akureyri í samvinnu við sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum í þremur fíkniefnamálum um s.l. helgi. Lögreglan handtók tvo menn á föstudag og reyndist annar þeirra hafa 13 grömm af hassi á sér sem hann hafði falið á milli rasskinnanna.
Í kjölfarið fór lögreglan í tvær húsleitir og fundust 200 grömm af hassi á dvalarstað annars mannsins. Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa ætlað að selja og dreifa efnunum á Akureyri.
Auk ofangreinds máls komu tvö önnur fíkniefnamál til kasta lögreglunnar þar sem hald var lagt á um 30 grömm af hassi í tveimur húsleitum auk smáræðis af kókaíni og sterum. Þrír menn voru handteknir og játuðu tveir þeirra að hafa ætlað efnin til sölu.
Auk fíkniefnanna var lagt hald á peninga sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu.
Á sunnudagskvöldið var síðan einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna