Ljósin biluð í meira en viku

Gatnamótin þar sem ljósin eru biluð.
Gatnamótin þar sem ljósin eru biluð. Árvakur/Frikki

Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar skömmu eftir hádegi í gær en umferðarljós þar hafa verið biluð í rúma viku. Dagbjartur Sigurbrandsson, umsjónarmaður umferðarljósa hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri alveg ljóst hvað ylli biluninni en reiknað væri með að um væri að ræða utanaðkomandi truflun.

 Hann sagði að væntanleg væri í hraðsendingu frá Þýskalandi sérstök sía sem gæti komið í veg fyrir truflunina. Vonast væri til að sían kæmi um hádegi í dag og þá kæmust ljósin í lag.

Aðspurður sagðist Dagbjartur ekki vita nákvæmlega hvað það væri sem truflaði ljósin en sagði að þessa hefði ekki orðið vart áður. Ljósin hefðu gengið í tvö ár án nokkurra vandræða. Hann sagði vandamál af þessu tagi ekki hafa komið upp áður.

Hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins fengust þær upplýsingar að ökumaður annars bílsins og þrír farþegar úr sama bíl hefðu verið fluttir á slysadeild. Ökumaður hins bílsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna en ekki er ljóst hvort hann olli slysinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert