Nýr meirihluti í Reykjavík

Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna.
Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórn Reykjavíkur mun hafa verið myndaður. Er boðaður blaðamannafundur á Kjarvalsstöðum klukkan 19 þar sem samstarfið verður kynnt.

Talað er um að flokkarnir muni skipta á milli sín borgarstjóraembættinu þannig að Ólafur F. Magnússon verði borgarstjóri að minnsta kosti hluta af kjörtímabilinu en hann er forseti borgarstjórnar í í núverandi meirihluta í borgarstjórninni.

Þann meirihluta hafa Samfylking, VG, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir og óháðir skipað frá 11. október en þá slitnaði upp úr rúmlega ársgömlu samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka