Nýr meirihluti kynntur

Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, komu …
Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, komu til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum fyrir stundu. mbl.is/Júlíus

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru komnir til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum þar sem kynntur verður nýr meirihluti flokksins og Frjálslyndra og óháðra.

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, sagði við fréttamenn í Ráðhúsinu undir kvöld, að hún hefði ekki verið með í ráðum varðandi nýja meirihlutann en hún stóð að myndun meirihluta fjögurra flokka í október þegar Ólafur F. Magnússon, forseti borgarstjórnar, var í veikindaleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka