Ólafur og Vilhjálmur stýra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynna nýjan meirihluta …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynna nýjan meirihluta á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Júlíus

Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­full­trúi F-lista, verður borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta á fyrri hluta tíma­bils­ins en Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks, verður borg­ar­stjóri síðari hluta tíma­bils­ins. Rúm tvö ár eru eft­ir af kjör­tíma­bil­inu. Óskað verður eft­ir borg­ar­stjórn­ar­fundi á fimmtu­dag þar sem valda­skipt­in fara fram.

Ólaf­ur sagði á blaðamanna­fundi á Kjar­vals­stöðum, þar sem nýi meiri­hlut­inn var kynnt­ur, að fyr­ir lægi að F-list­inn hefði átt erfitt með að koma sín­um áhersl­um fram í því meiri­hluta­sam­starfi, sem staðið hef­ur yfir síðustu fjóra mánuði og list­inn hef­ur átt aðild að.

Vil­hjálm­ur sagðist aðspurður telja, að hann njóti trausts borg­ar­búa eft­ir það sem á und­an er gengið, m.a. í mál­efn­um Reykja­vik Energy In­vest.

Ólaf­ur kom ný­lega til starfa í borg­ar­stjórn á ný eft­ir veik­inda­leyfi. Hann var spurður á blaðamanna­fund­in­um hvort hann teldi sig hafa heilsu til að sinna jafn erfiðu verk­efni og borg­ar­stjóra­starfi sagði hann spurn­ing­una vera óviðeig­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert