Samstarf við Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur.

Skrifað var í dag und­ir yf­ir­lýs­ingu milli Reykja­vik Energy In­vest, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Orku­veitu Reykja­vík­ur, og rík­is­stjórn­ar Dj­í­bútí um sam­starf í jarðhita­mál­um. Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far út­gáfu sér­leyf­is sem REI fékk til nýt­ing­ar á Assal mis­geng­inu í fe­brú­ar 2007. 

Að sögn Orku­veitu Reykja­vík­ur er að ljúka fýsi­leika­könn­un á jarðhita­nýt­ing­unni. Verði niðurstaða henn­ar já­kvæð er ráðgert að skrifa und­ir samn­inga um fram­kvæmd­ir og raf­orku­verð fyr­ir mars­lok 2008.

Í yf­ir­lýs­ing­unni ít­reka aðilar áform sín sem miða að því að út­vega íbú­um og at­vinnu­lífi í Dj­í­bútí ódýr­ari og um­hverf­i­s­vænni orku. Allt raf­magn í land­inu er nú fram­leitt í dísel­vél­um en talið er að hægt sé að sinna nán­ast allri raf­orkuþörf lands­ins með virkj­un jarðhita.

Und­ir­rit­un­in fór fram í Dúbæ, að viðstödd­um for­set­um Dj­í­bútí og Íslands þeim Ismail Omar Gu­ell­eh og Ólafi Ragn­ari Gríms­syni. Þar stend­ur nú yfir alþjóðleg um­hverf­is- og orkuráðstefna.

Við sama tæki­færi skrifuðu Mohamed Ali Mohamed, orku- og auðlindaráðherra Dj­í­bútí, og Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, und­ir yf­ir­lýs­ingu um sam­starf og sam­eig­in­lega hags­muni ríkj­anna. Í henni seg­ir að í ljósi vax­andi meng­un­ar í ver­öld­inni og vax­andi þarfar fyr­ir um­hverf­i­s­væna orku­gjafa muni rík­in tvö starfa sam­an að þróun jarðhita­mála til hags­bóta fyr­ir íbúa land­anna.

Íslensk­ir vís­inda­menn hafa um ára­bil starfað að jarðhita­verk­efn­um í aust­an­verðri Afr­íku, þar með talið í Dj­í­bútí og hingað hafa fjöl­marg­ir afr­ísk­ir nem­end­ur sótt mennt­un á sviði jarðhita­nýt­ing­ar á vett­vangi Jarðhita­skóla Sam­einuðu þjóðanna. Svæðið sem rann­sókn­irn­ar munu bein­ast að er Assal-sprung­an sem er á nyrsta hluta plötu­skil­anna sem ná frá Dj­í­bútí langt suður eft­ir Afr­íku aust­an­verðri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka