Brotist inn að degi til

Til­kynnt hef­ur verið að und­an­förnu um nokk­ur inn­brot í íbúðar­hús á höfuðborg­ar­svæðinu að degi til á virk­um dög­um á meðan íbú­arn­ir eru að heim­an. Lög­regl­an tel­ur, að sami eða sömu menn  séu að verki.

Um­merki eru jafn­an þau sömu; spennt­ur er upp opn­an­leg­ur gluggi eða bak­dyr með áhaldi, einn maður fer inn, rót­ar í skúff­um í leit að pen­ing­um, skart­grip­um, úrum eða öðrum verðmæt­um, safn­ar sam­an far­tölvu, mynda­vél, skjáv­ar­pa eða öðrum tækja­búnaði, læt­ur mun­ina í skúffu eða annað nær­tækt og fer með þýfið út um dyrn­ar.

 Brýnt er fyr­ir fólki að láta lög­regl­una vita þegar í stað ef það verður vart grun­sam­legra mann­ferða eða ef grun­semd­ir vakna um tor­tryggi­lega hátt­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert