Tilkynnt hefur verið að undanförnu um nokkur innbrot í íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að degi til á virkum dögum á meðan íbúarnir eru að heiman. Lögreglan telur, að sami eða sömu menn séu að verki.
Ummerki eru jafnan þau sömu; spenntur er upp opnanlegur gluggi eða bakdyr með áhaldi, einn maður fer inn, rótar í skúffum í leit að peningum, skartgripum, úrum eða öðrum verðmætum, safnar saman fartölvu, myndavél, skjávarpa eða öðrum tækjabúnaði, lætur munina í skúffu eða annað nærtækt og fer með þýfið út um dyrnar.
Brýnt er fyrir fólki að láta lögregluna vita þegar í stað ef það verður vart grunsamlegra mannferða eða ef grunsemdir vakna um tortryggilega háttsemi.