Engin áhrif á stjórnarsamstarf

Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræddi við fréttamenn í morgun.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræddi við fréttamenn í morgun. Árvakur/Jón Pétur

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að breyt­ing­in sem varð á meiri­hluta­sam­starfi í borg­ar­stjórn í gær hafi eng­in áhrif á stjórn­ar­sam­starfið og að rík­is­stjórn­in muni halda áfram að vinna að þeim verk­efn­um sem unnið er að. Að sögn Geirs var breyt­ing­in rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un en í mesta bróðerni.

Að sögn Geirs er hann bjart­sýnn á fram­haldið og seg­ist telja að nýr meiri­hluti muni halda út kjör­tíma­bilið. For­sæt­is­ráðherra seg­ist treysta Ólafi F. Magnús­syni full­kom­lega sem borg­ar­stjóra og sam­starfsaðila Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

Aðspurður seg­ist Geir hafa fengið að vita af fyr­ir­huguðu sam­starfi sjálf­stæðismanna í borg­inni og Ólafs skömmu áður en ákvörðunin var til­kynnt í gær. Hann hafi hins veg­ar vitað áður að óform­leg­ar viðræður væri í gangi milli aðila um mögu­legt sam­starf.

Að sögn Geirs set­ur hann ákveðið spurn­inga­merki um hversu heppi­legt það er að skipta jafn oft um borg­ar­stjóra og raun ber vitni en það sem skipti miklu sé að fyr­ir liggi mál­efna­samn­ing­ur sem ekki hafi legið fyr­ir hjá fyrri meiri­hluta í borg­inni sem nú fer frá völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert