Engin áhrif á stjórnarsamstarf

Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræddi við fréttamenn í morgun.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræddi við fréttamenn í morgun. Árvakur/Jón Pétur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að breytingin sem varð á meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í gær hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið og að ríkisstjórnin muni halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem unnið er að. Að sögn Geirs var breytingin rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en í mesta bróðerni.

Að sögn Geirs er hann bjartsýnn á framhaldið og segist telja að nýr meirihluti muni halda út kjörtímabilið. Forsætisráðherra segist treysta Ólafi F. Magnússyni fullkomlega sem borgarstjóra og samstarfsaðila Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Aðspurður segist Geir hafa fengið að vita af fyrirhuguðu samstarfi sjálfstæðismanna í borginni og Ólafs skömmu áður en ákvörðunin var tilkynnt í gær. Hann hafi hins vegar vitað áður að óformlegar viðræður væri í gangi milli aðila um mögulegt samstarf.

Að sögn Geirs setur hann ákveðið spurningamerki um hversu heppilegt það er að skipta jafn oft um borgarstjóra og raun ber vitni en það sem skipti miklu sé að fyrir liggi málefnasamningur sem ekki hafi legið fyrir hjá fyrri meirihluta í borginni sem nú fer frá völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert