Engir eftirmálar af útför Fischers

Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði.
Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Guðmundur Karl

Krist­inn Ágúst Friðfinns­son, sókn­ar­prest­ur í Hraun­gerðis­hreppi, seg­ir að sér hafi brugðið tals­vert við það að koma að ný­tek­inni gröf í Laug­ar­dæla­kirkju­g­arði, og að það hafi verið sér­stök lífs­reynsla, ekki síst með hliðsjón af því að það var skák­meist­ar­inn Bobby Fischer sem þar hafði verið jarðaður.

Útför­in fór fram í gær­morg­un að sókn­ar­prest­in­um for­sp­urðum og frétti hann fyrst af henni í sam­tali við fjöl­miðla.

Krist­inn seg­ist hafa rætt við Garðar Sverris­son, vin Fischers sem sá um jarðarför­ina, og að hann skilji þá sér­stöku aðstöðu sem aðstand­end­ur Fischers hafi verið í. Hann seg­ir enga eft­ir­mála verða af því.

Mikið var fjallað um fyr­ir­hugaða út­för Fischers í fjöl­miðlum og var meðal ann­ars rætt um að skák­meist­ar­inn yrði bor­inn til graf­ar í þjóðargra­freitn­um á Þing­völl­um.

„Ég get ekki sagt annað en að ég sé stolt­ur af því að Læg­ar­dæla­kirkju­g­arður hafi komið til greina næst á eft­ir þjóðargra­freitn­um", seg­ir Krist­inn.

Þá seg­ir Krist­inn að það sé hlut­verk bisk­ups að leiðbeina um hvernig farið skuli að svona mál­um og hann trúi ekki öðru en að það hann muni gera.

Ólaf­ur Jó­hanns­son, formaður presta­fé­lags­ins, seg­ir það skýrt að að gert sé ráð fyr­ir góðu sam­komu­lagi milli sókn­ar­nefnd­ar og prests við all­ar ákv­arðanir um helgi­hald. Hann seg­ir klaufa­legt að ekki hafi verið haft sam­band við sókn­ar­prest­inn í Hraun­gerðis­hreppi áður en Fischer var jarðsett­ur í Laug­ar­dæla­kirkju­g­arði.

Í starfs­regl­um um kirkj­ur og safnaðar­heim­ili frá ár­inu 2000 seg­ir að ábyrgð á helgi­haldi í kirkju og öðru því sem þar fer fram sé á hendi hlutaðeig­andi sókn­ar­prests í sam­ráði við sókn­ar­nefnd.

Ólaf­ur seg­ir að í lög­umn­um sé al­mennt gert ráð fyr­ir góðu sam­komu­lagi milli sókn­ar­nefnd­ar og prests um alla viðburði í kirkj­unni.

„Þetta þýðir í raun að prest­ur­inn hef­ur síðasta orðið, og gild­ir einnig um at­hafn­ir á veg­um annarra trú­fé­laga."

Seg­ir Ólaf­ur alla sem að mál­inu koma skilja að það hafi legið á að ljúka út­för­inni og að vilji hafi verið til að gera þetta í kirkju, en áður en of mik­il at­hygli beind­ist að mál­inu. Hann seg­ir engu að síður hafa verið klaufa­legt að ekki hafi verið haft sam­band við Krist­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert