Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers

Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði.
Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Guðmundur Karl

Rus­sel Targ, mág­ur Bobbys Fischers, er á Íslandi til að kanna laga­leg­an rétt ætt­ingja skák­meist­ar­ans í Banda­ríkj­un­um. Targ kom til Íslands frá Banda­ríkj­un­um í gær­morg­un og ætlaði að vera viðstadd­ur út­för­ina, sem hann hélt að yrði síðar en hún fram í kyrrþey í gær­morg­un.

Sagði Targ við Morg­un­blaðið, að sér hefði komið mjög á óvart hve út­för Fischers fór fram í mikl­um flýti.

Targ sagði, að hann hefði sjálf­ur eng­an áhuga á fjár­mun­um, sem Fischer kann að hafa látið eft­ir sig. Hann beri hins veg­ar hags­muni sona sinna fyr­ir brjósti. Hann hafi því ráðið ís­lensk­an lög­fræðing til þess að fara mál­in, t.d. að fá staðfest­ing­ingu á því hvort Fischer hefði verið kvænt­ur og átt barn.

„Komi annað hvort eða hvort tveggja í ljós hef ég ekk­ert meira hér að gera," sagði Targ.

Targ var kvænt­ur eldri syst­ur Fischers, sem lést árið 1998.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert