Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum

Margrét Sverrisdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt oddvitum fyrri meirihlutaflokka.
Margrét Sverrisdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt oddvitum fyrri meirihlutaflokka. mbl.is/Árni Sæberg

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir og Guðrún Ásmunds­dótt­ir, sem skipuðu 2. og 3. sæti F-list­ans fyr­ir síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, ætla að starfa með gamla meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að á fundi borg­ar­stjórn­ar­flokks Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks ásamt Mar­gréti og  Guðrúnu hafi verið ákveðið að starfa áfram sam­an af full­um heil­ind­um og hafa nána sam­vinnu um mál­flutn­ing og til­lögu­gerð, hér eft­ir sem hingað til. Haldn­ir verði sam­eig­in­leg­ir fund­ir borg­ar­stjórn­ar­flokk­anna og efnt til sam­starfs um kosn­ing­ar í nefnd­ir og ráð.

Ólaf­ur F. Magnús­son, odd­viti F-list­ans, myndaði í gær nýj­an meiri­hluta í borg­ar­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert