Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum

Margrét Sverrisdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt oddvitum fyrri meirihlutaflokka.
Margrét Sverrisdóttir, fyrir miðri mynd, ásamt oddvitum fyrri meirihlutaflokka. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir, sem skipuðu 2. og 3. sæti F-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, ætla að starfa með gamla meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Fram kemur í tilkynningu að á fundi borgarstjórnarflokks Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ásamt Margréti og  Guðrúnu hafi verið ákveðið að starfa áfram saman af fullum heilindum og hafa nána samvinnu um málflutning og tillögugerð, hér eftir sem hingað til. Haldnir verði sameiginlegir fundir borgarstjórnarflokkanna og efnt til samstarfs um kosningar í nefndir og ráð.

Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, myndaði í gær nýjan meirihluta í borgarstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert