Mótmæla nýjum meirihluta í borginni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynna nýjan meirihluta …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynna nýjan meirihluta á Kjarvalsstöðum í gær.

Hafin er söfnun undirskrifta á netinu þar sem Reykvíkingar eru hvattir til þess að mótmæla nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Segir í tilkynningu „að þar sem ekki er nokkur leið að knýja fram nýjar kosningar, sem væri eðlilegast þegar meirihlutinn í borginni stendur og fellur með einum manni, er okkur ekki annað fært en að mótmæla þessum vinnubrögðum kröftuglega með öðrum hætti," að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar.

Þar kemur fram að afhenda eigi nýjum meirihluta undirskriftalistann á borgarstjórnarfundi á fimmtudag.

Undirskriftarlistinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert