Verð á bensíni og olíu var hækkað á bensínstöðvum N1 í morgun. þar kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 140,90 krónur í þjónustu og lítrinn af díselolíu 143,40 krónur. Lítraverð er fimm krónum ódýrara hjá N1 í sjálfsafgreiðslu.
Hjá Skeljungi fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um verðbreytingar en að málið sé í athugun og að grannt sé fylgst með gengisþróun krónunnar og fleiri þáttum sem hafi áhrif á markaðinn.