Í dag tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á móti 800 íslenskum munum af forstöðumanni Nordiska museet í Stokkhólmi.
„Nordiska museet sýnir Þjóðminjasafninu einstakan velvilja með þessu. Það er nánast einstakt að söfn afhendi gripi svona á milli landa,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
„Þetta er heilmikill viðburður fyrir okkur og mikill viðburður fyrir safnið,“ segir Margrét. „Þetta eru allt fínir gripir sem var safnað á seinni hluta 19. aldar til að endurspegla íslenskan menningararf. Þarna eru hlutir sem tengjast hestinum, búningaskart og búningar, og mikið af útskurði og slíku. Margt einstakt gripa.“