Enn er varað við óveðri á Sandskeiði og einnig víða með suðurströndinni.Þá er varað við óveðri á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli og raunar víðar á Vesturlandi, bæði í Hvalfirði og Borgarfirði, á Mýrunum, og eins á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er varað við stórhríð á Klettshálsi, Kleifaheiði, Mikladal, Hálfdán og eins á Steingrímsfjarðarheiði en óveðri á Gemlufallsheiði, í Önundarfirði og í Súgandafirði.
Það er einnig hvasst á Norður- og Austurlandi. Varað er við óveðri á Víkurskarði en fólki bent á að fara frekar um Dalsmynni. Þá er varað við vindsveipum í Reyðarfirði norðan við Fáskrúðsfjarðargöngin. Á Suðausturlandi er óveður í Öræfum.
Sérstök aðvörun vegna flughálku frá Mýrdalssandi austur á Skeiðarársand. Einnig er flughált í Lóni og eins í Bakkafirði og Þistilfirði.
Ófært er yfir Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er ófært yfir Kleifaheiði, Mikladal, Hálfdán, Klettsháls og Eyrarfjall. Á Austurlandi er ófært yfir Vatnsskarð, Breiðdalsheiði og Öxi.
Vetrarfærð er í öllum landshlutum; hálkublettir, hálka eða snjóþekja og víða skafrenningur. Það er helst að vegir séu auðir sumstaðar við Faxaflóa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.