Skólahald fellur niður í Heiðarskóla á Hvalfjarðarströnd í dag vegna veðurs, að því er fram kemur á vef skólans. Kennsla fellur niður í Grunnskóla Borgarfjarðar í dag, bæði á Kleppjárnsreykjum og á Hvanneyri en á Hvanneyri eru foreldrar beðnir um að halda börnum heima þar til veður batnar, samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar.
Kennt er í grunnskólanum í Borgarnesi en samkvæmt upplýsingum frá skólanum er það í höndum foreldra hvort þeir senda börn í skólann. Jafnframt liggur skólaakstur að hluta til niðri vegna mikillar hálku á Mýrum.
Á vef RÚV kemur fram að kennsla fellur einnig niður í Grunnskólanum á Borðeyri og í Kirkjubæjarskóla á Síðu.
Samkvæmt upplýsingum frá grunnskólum í Vestmannaeyjum verður skólahald með eðlilegum hætti í dag.