UJR harma ákvörðun Ólafs

Ung­ir jafnaðar­menn í Reykja­vík (UJR) hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er yfir mikl­um von­brigðum með ákvörðun Ólafs F. Magnús­son­ar, borg­ar­full­trúa, að slíta sam­starfi sínu við frá­far­andi meiri­hluta í borg­ar­stjórn og mynda nýj­an meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokki. Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að þær ástæður sem Ólaf­ur hef­ur gefið fyr­ir sam­starfsslit­un­um séu  afar ótrú­verðugar.

Ljóst sé að borg­ar­full­trú­inn, sem sneri aft­ur til starfa á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar fyr­ir ein­ung­is sjö vik­um, hafi ekki gefið sér mik­inn tíma til að koma stefnu­mál­um sín­um í fram­kvæmd inn­an frá­far­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta. Vert sé því að velta því upp hversu mik­il heil­indi hafi legið að baki þátt­töku Ólafs í meiri­hlut­an­um, sem hann sjálf­ur hafði frum­kvæði að því að mynda á sín­um tíma.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir:

„UJR harm­ar jafn­framt af­stöðu nýs meiri­hluta til upp­bygg­ing­ar í Vatns­mýr­inni og færslu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar enda er þar um að ræða eitt brýn­asta hags­muna­mál kom­andi kyn­slóða Reyk­vík­inga. Er það ólíðandi að Vatns­mýr­inni geti þannig verið haldið í gísl­ingu vegna valda­brölts nýs meiri­hluta.

Af hálfu Sjálf­stæðismanna er það mik­ill ábyrgðar­hluti að efna til svo veik­byggðs meiri­hluta­sam­starfs, sem nýt­ur ekki einu sinni stuðnings vara­manns verðandi borg­ar­stjóra. At­b­urðarrás gær­dags­ins, sem og sá hringlanda­hátt­ur sem er lík­leg­ur vegna mis­mun­andi af­stöðu aðal- og vara­borg­ar­full­trúa F-list­ans til meiri­hluta­sam­starfs­ins, mun hafa afar nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér á stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar og er síst til þess fallið að styrkja trú al­menn­ings á borg­ar­stjórn og störf­um henn­ar.

Ung­ir jafnaðar­menn í Reykja­vík telja enn­framt ámæl­is­vert að Sjálf­stæðis­menn styðji nú til borg­ar­stjóra odd­vita lista sem naut ein­ung­is 10% fylg­is í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og mæld­ist raun­ar með ein­ung­is 3% stuðning í ný­legri skoðana­könn­un. Geng­ur það ber­sýni­lega þvert á vilja borg­ar­búa og er til marks um að for­víg­is­menn hins nýja meiri­hluta taki eig­in völd fram yfir hags­muni Reyk­vík­inga. "

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert