Vörður fagnar nýjum meirihluta

Stjórn Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fagnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í samstarfi við Ólaf F. Magnússon og F-listann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórninni. Stjórnin lýsir einnig yfir stuðningi við málefnasamninginn sem þegar hefur verið kynntur.

Þá fagnar stjórnin því sérstaklega að nýr meirihluti mun leggja fram tillögu um lækkun fasteignaskatta, sem koma mun öllum borgarbúum til góða, á fundi í borgarstjórn næstkomandi fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert