35 ár frá gosinu í Heimaey

Elín Pálmadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins að störfum í Vestmannaeyjum 1973
Elín Pálmadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins að störfum í Vestmannaeyjum 1973

Í dag eru liðin 35 ár frá gosinu í Heimaey. Þegar gos hófst í Heimaey aðfaranótt 23. janúar 1973 bjuggu í Vestmannaeyjum 5.300 manns. Um 1.300 hús voru í bænum.

Á nokkrum klukkutímum gosnóttina hafði yfir 4.000 íbúum verið forðað í land á bátum og flugvélum svo sem víðfrægt varð og æ síðan rómuð stilling og æðruleysi fólksins og það einstaka lán að veður var gott og allir bátar í höfn. Margir segja að það hafi átt sinn þátt í rósemi Eyjabúa að þeir þekktu eldgosið í Surtsey 1963, sem hafði mallað fyrir augum þeirra svo að segja í túnfætinum sem sjónarspil í fimm ár.

Nánar um gosið og afleiðingar þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert