Bjarni: Engin stefnubreyting innan NATO

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is

Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu á Alþingi í dag að engin stefnubreyting hafi orðið innan Atlantshafsbandalagsins varðandi hugsanlega beitingu kjarnorkuvopna.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, bar upp fyrirspurn um þetta í dag og vísaði í máli sínu til ummæla fimm fyrrum yfirmanna herafla stærstu bandalagsríkjanna um að NATO þurfi að vera reiðubúið til að beita kjarnorkuvopnum jafnvel að fyrra bragði.

Bjarni sagði ekki rétt að stefnubreyting hefði orðið innan NATO eða að bandalagið hafi verið að þróast í átt til árásarbandalags. Umræða í þá átt hafi ekki farið fram innan bandalagsins eða á meðal þeirra sem hafi þar einhver völd. Hann sagði tilmæli herforingjanna hins vegar vera til marks um þá þróun sem orðið hafi í heiminum á undanförnum árum. Íslendingar þurfi að taka þessa ógn alvarlega og fylgjast vel með.   

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, mótmælti þessu og sagði voveiflega þróun hafa átt sér stað innan bandalagsins og að merkja megi mun árásargjarnari tón í máli forsvarsmanna þess nú en áður.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert