Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur kynnt framboðslista sína til Stúdentaráðs og Háskólaráðs Háskóla Íslands 2008. Listinn var kynntur á Hressingarskálanum síðastliðna helgi, en kosningar innan Háskóla Íslands fara fram dagana 6. og 7. febrúar nk.
Framboðslisti Vöku í ár samanstendur af 24 einstaklingum, þar af eru 18 einstaklingar í framboði til Stúdentaráðs og 6 í framboði til Háskólaráðs, sem er æðsta ákvörðunarvald Háskóla Íslands.
Framboðslisti Vöku í ár samanstendur af einstaklingum úr ýmsum deildum og skorum innan Háskólans. Ingólfur Birgir Sigurgeirsson og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir leiða lista Vöku í ár. Ingólfur er 23. ára gamall viðskiptafræðinemi og hefur undanfarið ár unnið að ýmsum hagsmunamálum viðskiptafræðinema sem formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema.
Laganeminn Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skipar í ár efsta sæti í kosningum til Háskólaráðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigrún, sem einungis er nítján ára gömul, unnið ötullega að félagsmálum og hagsmunamálum stúdenta. Sigrún var á síðasta ári ritari IceMUN (Iceland Model United Nations), situr í alþjóðanefnd Stúdentaráðs og á jafnframt sæti í stjórn Vöku. Leiða má líkum að því að verði Sigrún kjörin muni hún verða yngsti fulltrúi Háskólaráðs frá stofnun Háskólans árið 1911.
Listi Vöku til Stúdentaráðs:
1. Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, Viðskiptafræði
2. Hildur Björnsdóttir, Lögfræði / Stjórnmálafræði
3. Atli Bjarnason, Efnafræði / Viðskiptafræði
4. María Finnsdóttir, Hagfræði
5. Jóhann Már Helgason, Stjórnmálafræði
6. Berglind Stefánsdóttir, Sálfræði
7. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Vélaverkfræði
8. Snorri Freyr Snorrason, Listfræði
9. Inga Hrund Kjartansdóttir, Sjúkraþjálfun
10. Atli Birkir Kjartansson, Fornleifafræði
11. Íris Gunnarsdóttir, Lyfjafræði
12. Geirný Ómarsdóttir, Hjúkrunarfræði
13. Þórarinn Sigurðsson, Stærðfræði
14. Anna Sigríður Hafliðadóttir, Viðskiptafræði / Spænska
15. Guðrún Álfheiður Thorarensen, Verkfræði
16. Vignir Örn Hafþórsson, Stjórnmálafræði
17. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Uppeldis- og menntunarfræð
18. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Spænska
Listi Vöku til Háskólaráðs:
1. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Lögfræði
2. Steinunn Tómasdóttir, Viðskiptafræði
3. Friðrik Máni Logason, Tölvunarfræði
4. Frosti Logason, Stjórnmálafræði
5. Sindri Aron Viktorsson, Læknisfræði
6. Helga Lára Haarde, Sálfræði