Tugir jarðskjálfta hafa mælst við Grindavík í nótt, tveir þeir snörpustu mældust fjórir á Richter. Búist er við áframhaldandi jarðhræringum, en þó ekki gert ráð fyrir stórum skjálftum. Bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, segir að allt hafi nötrað og skolfið. Hann segir að það hafi verið mjög ónotaleg tilfinning að vakna upp við skjálftann í nótt, og líkir því við að þungum vörubíl hafi verið ekið framhjá húsinu.
Rætt er við jarðskjálftafræðing um skjálftavirknina og bæjarstjórann í Grindavík í sjónvarpi mbl.
Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:
35 ár frá gosi í Heimaey
Verðandi borgarstjóri útilokar ekki samstarf við Frjálslynda flokkinn
Heath Ledger látinn: vísbendingar um sjálfsvíg
Tónlistarveisla í fimbulkulda