Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handbolta hafa flestir orðið fyrir vonbrigðum með liðið sem þessa dagana keppir á Evrópumeistaramótinu í Noregi. Þeir stuðningsmenn sem sjónvarp mbl ræddi við í dag spá því að leikurinn á móti Ungverjum í kvöld verði erfiður, en að Íslendingar muni hafa betur.
Margir eru á því að of miklar kröfur hafi verið gerðar til íslenska liðsins. Flestir viðmælenda eru þó sammála um að íslenska liðið sé gott en að það hafi því miður ekki náð að finna taktinn á mótinu. Einn viðmælenda kveðst bjartsýnn á að „strákarnir okkar“ nái að rétta úr kútnum í kvöld.
Leikurinn við Ungverja hefst kl. 19:05.