Um 80% ánægð með Íbúðalánasjóð

mbl.is

Um og yfir 80% Íslend­inga er já­kvæður gagn­vart Íbúðalána­sjóði, sam­kvæmt viðhorfs­könn­un­um sem Capacent Gallup hef­ur unnið fyr­ir sjóðinn, bæði meðal al­menn­ings og fast­eigna­kaup­enda.

 Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að í báðum skoðana­könn­un­um kem­ur fram mjög skýr vilji fólks fyr­ir því að Íbúðalána­sjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og hef­ur hlut­fallið aldrei áður verið svo hátt. Meðal fast­eigna­kaup­enda vilja 87,4% óbreytta starf­semi en það hlut­fall var 82,8 % í des­em­ber 2006. Í al­mennu könn­un­inni var þetta hlut­fall 85,5% í des­em­ber 2007 á móti 74,2% í des­em­ber 2006.

Íbúðalána­sjóður á að sjá um hús­næðislán – einn eða ásamt bönk­un­um að mati 79,5% fast­eigna­kaup­enda, en 75,4 % þeirra sem svöruðu al­mennu könn­un­inni.

Stuðning­ur fast­eigna­kaup­enda við íbúðalána­starf­semi banka og spari­sjóða hef­ur hrapað milli kann­anna og einnig minnkað meðal þeirra sem svöruðu al­mennu könn­un­inni. Í des­em­ber 2006 vildu 60,2% fast­eigna­kaup­enda að bank­arn­ir kæmu að íbúðalán­um ein­ir eða ásamt Íbúðalána­sjóði en í des­em­ber 2007 er þetta hlut­fall komið niður í 45,5%. Hins veg­ar vildu 49,8% al­menn­ings að bank­arn­ir kæmu að íbúðalán­um fyr­ir ári síðan, en það hlut­fall lækk­ar í 46,4% í des­em­ber. Afstaða beggja hóp­anna mæl­ist nú því sam­bæri­leg.

Þá segj­ast 42,6% þeirra sem telja sig munu festa kaup á íbúðar­hús­næði á næstu miss­er­um gera ráð fyr­ir að taka íbúðalán hjá Íbúðalána­sjóði. At­hygli vek­ur hins veg­ar að sama hlut­fall tel­ur sig muni taka íbúðalán í er­lendri mynt. Þá kem­ur fram að 38,7% þeirra sem end­ur­fjármögnuðu íbúðalán sín á ár­inu 2007 tóku slík lán í er­lendri mynt sam­an­borið við 9,7% í könn­un­inni í des­em­ber 2006.

Niður­stöður skoðanakann­anna í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert