Ungliðahreyfingar „tjarnarkvartettsins" gefa út sameiginlega ályktun

Ungliðahreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og ung­ir stuðnings­menn Mar­grét­ar Sverr­is­dótt­ur hafa sent frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem mik­il­vægi sam­stöðu fé­lags­hyggju­afl­anna í borg­inni er ít­rekuð og þau hvött til þess að sam­ein­ast gegn upp­lausn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur út kjör­tíma­bilið.

„Þessi samstaða er lyk­il­atriði í því að út­hýsa rugl­inu úr ráðhús­inu", seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að komið hafi í ljós að þessi skyndi­legu og ástæðulausu um­skipti byggi ekki á mál­efna­ágrein­ingi held­ur séu þau til kom­in vegna þess að sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn séu til­bún­ir að gera allt sem þurfi til að ná aft­ur völd­um eft­ir að hafa hrökklast frá vegna hneykslis­mála.

„Nýr meiri­hluti verður auk þess óstarf­hæf­ur vegna ósam­stöðu meðal Sjálf­stæðismanna og mann­eklu inn­an klof­ins F-lista sem eyk­ur enn á óstöðug­leik­ann í stjórn­kerfi Reykja­vík­ur. Reyk­vík­ing­ar eiga betra skilið en að borg­ar­stjórn þeirra leys­ist upp í baktjalda­makk  og valdatafl. Nýr meiri­hluti var aug­ljós­lega myndaður á röng­um for­send­um og enn er hægt að hætta við."

Ungliðahreyf­ing­arn­ar hvetja í til­kynn­ing­unni alla sem mögu­lega geta til þess að mæta til mót­mæla fyr­ir fram­an ráðhús Reykja­vík­ur klukk­an 11.45 á morg­un fimmtu­dag, og koma skoðun sinni á þessu at­hæfi á fram­færi áður en fund­ur borg­ar­stjórn­ar hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka