600 grömm af kókaíni fundust í íbúð í Hafnarfirði

mbl.is/Júlíus

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en hann var handtekinn í gær eftir húsleit í íbúð í Hafnarfirði.

Í íbúðinni fundust 600 grömm af ætluðu kókaíni.  Einnig fannst talsvert af fjármunum sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var húsleitin framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.   Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Rannsókn málsins er á frumstigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka