Guðmundur Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins verður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en ein þeirra er undir lögaldri.
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Guðmundi sé gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvennanna til þess að hafa við þær samræði á meðan á meðferð þeirra stóð.
Guðmundur gegndi stöðu forstöðumanns í meðferðarheimilinu Byrginu þegar atvikin áttu sér stað.
Guðmundur hefur neitað staðfastlega sök.