Álftnesingar mótmæla nýju deiliskipulagi

Um helmingur Álftnesinga yfir átján ára aldri skrifaði sig á undirskriftalista gegn deiliskipulagi bæjarins sem afhentir voru Sigurði Magnússyni bæjarstjóra um tvöleytið í gær.

Undanfarna daga hafa tveir hópar með ólíkar áherslur safnað undirskriftum gegn nýju skipulagi í bænum. Magnús Stephensen, Reynir Jóhannsson, Þór Ingólfsson og Guðbjartur Gunnarsson söfnuðu 95 undirskriftum gegn fjórum þáttum skipulagsins: flutningi Norðurnessvegar og byggingu húsa við veginn, bensínstöð sem byggja á nálægt Bessastöðum og Skólaveginum, verði Breiðumýri lokað. Undirskriftunum var safnað m.a. í Suðurtúni en þar tóku allir íbúarnir þátt.

Brynja Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Pétur Daníelsson og Halldór Kristmannsson mótmæla undir yfirskriftinni „Verndum börnin!“ og leggja áherslu á Skólaveg og styttingu Breiðumýrar. Þau sendu dreifibréf um allan bæinn og tóku á móti um 600 undirskriftum en að auki skilaði margt fólk undirskriftum sínum sjálft til bæjarins, að sögn Gerðar. Hópurinn vonaðist eftir 400 undirskriftum og því var þátttakan framar vonum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert