Framsóknarmenn slíðri sverðin

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/G.Rúnar

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir það íhug­un­ar­efni fyr­ir alla stjórn­mála­menn að þau átök sem Björn Ingi Hrafns­son hafi staðið í und­an­farið, bæði inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins og utan, hafi snú­ist um per­sónu hans, frem­ur en mál­efni.

Björn Ingi hafi hringt í sig í gær­kvöldi og skýrt sér frá þeirri ákvörðun að hætta. „Þetta eru mik­il tíðindi þegar ung­ur maður vík­ur af póli­tísk­um velli eft­ir mikið starf í borg­ar­stjórn fyr­ir Reyk­vík­inga.“

„En þarna risu mikl­ar póli­tísk­ar deil­ur og mjög per­sónu­leg­ar. Fyrst sætti Björn Ingi mikl­um of­sókn­um af hálfu sjálf­stæðismanna vegna REI, en átök­in núna und­an­farið hafa reynt mjög á Björn og hans fjöl­skyldu. Hann sagði mér að hann gæti ekki leng­ur starfað við þess­ar aðstæður, og að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi einnig líða í þess­ari umræðu.“

„Ég bið alla flokks­menn að slíðra sín sverð og biðla til flokks­manna að gæta að sér. Sann­ar­lega er það nú svo, að Fram­sókn­ar­menn hafa komið miklu til fram­kvæmda þau 13 ár sem þeir hafa setið í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, borg­ar­bú­um til hags­bóta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert