Greiðsla til kennara í Garðabæ

Grunnskólakennarar sem starfa í skólum Garðabæjar og verða þar enn 1. maí 2008 munu fá eingreiðslu hinn 1. maí sem nemur 110 þúsund krónum. Þetta og aðrar launahækkanir fyrir bæjarstarfsmenn voru samþykktar í bæjarráði Garðabæjar fyrr í þessum mánuði. Miðar tillagan að því að tryggja stöðugleika í grunnskólanum bæjarins.

Allir aðrir starfsmenn grunnskóla munu fá mánaðarlegar viðbótargreiðslur sem nema 10 þúsund krónum, fram til loka nóvembermánaðar. Allir starfsmenn Garðabæjar munu fá greiðslu að fjárhæð 16 þúsund krónur í formi íþróttastyrks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert