Hávær mótmæli í Ráðhúsinu

Fjölmargir áhorfendur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjölmargir áhorfendur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Há­vær mót­mæli voru á áhorf­endapöll­um Ráðhúss­ins áður en borg­ar­tjórn­ar­fund­ur hófst þar kluk­kaun 12:15. Fólk hrópaði m.a: Hættið við; stöðvið ruglið í Reykja­vík; Reykja­vík á betra skilið og fleiri slag­orð. Þá púaði fólkið þegar bor­in var upp til­laga um að kjósa nýj­an for­seta borg­ar­stjórn­ar og vara­for­seta.

Ólaf­ur F. Magnús­son, frá­far­andi for­seti borg­ar­stjórn­ar og til­von­andi borg­ar­stjóri, bað fólk að haga sér vel svo ekki þyrfti að loka fund­in­um. Var til­lag­an um kosn­ingu síðan samþykkt með 8 at­kvæðum gegn 7.

Dag­ur B. Eggerts­son, frá­far­andi borg­ar­stjóri, sagði að sér þætti vænt um hve marg­ir væru komn­ir á pall­ana en bað áhorf­end­ur um að sýna still­ingu því ella væri ætl­un­in að rýma sal­inn og þá yrðu færri en ella vitni að því sem fram ætti að fara á fund­in­um.

Síðan fór kosn­ing for­seta borg­ar­stjórn­ar fram í sæmi­leg­um friði og var Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir kjör­in með 8 at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks og F-lista en sjö at­kvæðaseðlar voru auðir. Hluti áhorf­enda klappaði en hluti púaði.

Hanna Birna sagði, að hún myndi neyðast til þess að gera hlé á fund­in­um og rýma sal­inn ef frek­ari ólæti yrðu í saln­um en henni væri það skylt sam­kvæmt fund­ar­sköp­um borg­ar­stjórn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert