Ísland 11. umhverfisvænasta landið

Sviss­lend­ing­ar standa sig best þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um sam­kvæmt nýrri skýrslu sem um­hverf­islaga­deild Yale há­skóla og jarðar­stofn­un Col­umb­ia há­skóla hafa gefið út. Íslend­ing­ar eru í ell­efta sæti á list­an­um, fyr­ir neðan all­ar Norður­landaþjóðirn­ar að Dan­mörku und­an­skil­inni, Costa Rica, Kól­umb­íu og Frakk­land.

Sam­kvæmt list­an­um standa Sviss­lend­ing­ar sig einkar vel í um­hverf­is­vernd og í notk­un end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. Evr­ópu­lönd standa sig hvað best sam­kvæmt þeim mæli­kvörðum sem notaðir eru en skýrsl­an sýn­ir bein tengsl milli góðrar efna­hags­stöðu, skyn­samr­ar stefnu í um­hverf­is­mál­um og heilsu íbúa.

Íslend­ing­ar ná ekki inn á lista yfir tíu efstu lönd­in og fá 87 stig af 100 mögu­leg­um, en Sviss­lend­ing­ar fá 95. Norðmenn og sví­ar fá 93 stig en Finn­ar 91.

Það er helst fisk­veiðistefna Íslend­inga sem veld­ur því að landið kemst ekki á lista með þeim fremstu. Ísland fær aðeins fjög­ur stig af 100 mögu­leg­um vegna vernd­un­ar á fisk­veiðisvæðum, ekki eru gefn­ar frek­ari skýr­ing­ar á for­send­um þeirra út­reikn­inga á list­an­um.

Banda­ríkja­menn eru í 39. sæti og sitja neðar á list­an­um en mörg þró­un­ar­ríki. Þar kem­ur einkum til slæm stjórn­un vist­kerf­is­ins, einkum hvað varðar út­blást­ur og viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka