Klipptu fingur af húsráðanda

Akureyri.
Akureyri. Morgunblaðið/Skapti

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri, Kristján Halldór Jensson,  í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir húsbrot og líkamsárás en maðurinn tók þátt í því ásamt öðrum manni að klippt fingur af húsráðenda og misþyrma honum með öðrum hætti.

Kristján Halldór var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 2 ára fangelsi og samverkamaður hans í 4 ára fangelsi en sá áfrýjaði ekki dómnum. Þriðji maðurinn var hins vegar sýknaður.

Mennirnir tveir voru fundnir sekir um að hafa ruðst inn í íbúð á Akureyri vorið 2006. Kristján Halldór sló húsráðandann með hafnaboltakylfu svo hann féll í gólfið og sparkaði ítrekað í hann en hinn maðurinn klippti litla fingur vinstri handar af manninum með greinaklippu.

Kristján Halldór hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir líkamsárás. Þá leit Hæstiréttur til þess við ákvörðun refsingar að mennirnir stóðu saman að árásinni, hversu hrottafengin hún var og þeirra afleiðinga sem hlutust af henni auk þess sem skipulagning og aðdragandi hennar þóttu bera vott um einbeittan ásetning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka