Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið

Mótmælendur ganga út úr ráðhúsinu.
Mótmælendur ganga út úr ráðhúsinu. mbl.is/Júlíus

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmananna, stóð fyrir skömmu upp á stól í Ráðhúsinu, sagði að fólk væri búið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, og hvatti viðstadda til að verða við óskum starfsmanna Ráðhússins og ganga út úr borgarstjórnarsalnum.

Anna Pála sagði síðan: „Við erum ekki hætt, þetta er okkar Reykjavík." Síðan gekk hún út úr borgarstjórnarsalnum undir þessu slagorði og flestallir fylgdu henni.

Það voru ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og ungra stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttir, sem skipulögðu mótmæli utan við Ráðhúsið í dag og síðan á áhorfendapöllum borgarstjórnarsalarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka