Nefnd skipuð um málefni aldraðra

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað í samstarfsnefnd um málefni aldraðra í kjölfar flutnings málefna aldraðra frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um áramótin. Formaður nefndarinnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður. 

Í tilkynningu kemur fram að verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra eru: Að vera félags- og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra.

Að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.

Að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra er þannig skipuð: Ágúst Ólafur Ágústsson, skipaður án tilnefningar, formaður. Til vara: Ragnhildur Eggertsdóttir. Ásta Möller, Reykjavík, tiln. af heilbrigðisráðherra. Til vara: Dögg Pálsdóttir. Margrét Margeirsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara. Til vara: Helgi K. Hjálmsson. Guðmundur Rúnar Árnason, tiln. af Sambandi ísl. sveitarfélaga. Til vara: Ragnheiður Hergeirsdóttir. Gísli Páll Pálsson, tiln. af Öldrunarráði Íslands. Til vara: Bernharður Guðmundsson. Ritari nefndarinnar er Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert