Neytendastofa hyggst birta verð tannlækna

Neytendastofa hyggst birta gjaldskrá tannlækna til að neytendur geti borið saman verð þeirra. „Persónuvernd taldi að samkvæmt lögum um hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins væri það ekki hennar að birta gjaldskrána, heldur Neytendastofu. Við teljum ástæðu til að aðstoða neytendur á þessum markaði,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

Sérfræðingar Neytendastofu og Tryggingastofnunar munu vinna að málinu. „Það þarf að ganga úr skugga um hvað eigi að birta af þeim upplýsingum sem Tryggingastofnun hefur undir höndum og hvernig. Um leið þarf að skoða að allur lagagrundvöllur sé réttur,“ segir Tryggvi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert